Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Berberis gagnepainii
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   gagnepainii
     
Höfundur   C.K.Schneid.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kínabroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærgulur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   - 1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þyrnóttur runni með uppréttar greinar.
     
Lýsing   Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár. Greinar margar saman, uppréttar, mynda rótarskot, hárlausar, gular, með dökkbrúnar doppur. Þyrnar 3 saman, grannir, allt að 2 sm. Lauf allt að 4×2 sm, lensulaga, mjó-langydd, bylgjuð, sagtennt, með 10 tennur á hvorri hlið, matt-grágræn ofan, glansandi gulgræn neðan, æðastrengir varla sýnilegir. Blóm skærgul, allt að 7 saman. Aldin allt að 1 sm, egglaga, purpurasvört, blágráleit. Engir stílar.
     
Heimkynni   Kína (V Hubei).
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru 2 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og plantað í beð 2000 og 2004. Talsvert kal árlega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is