Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Berberis thunbergii ‘Kobold’
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   thunbergii
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Kobold’
     
Höf.   (Van Klaveren 1960)
     
Íslenskt nafn   Sólbroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Gulur með rauðri slikju
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   - 40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Breið-kúlulaga dvergrunni.
     
Lýsing   Grænt dvergform, tæplega meira en 40 sm hátt, mjög þéttgreinótt, breið-kúlulaga. Lauf dökkgræn og halda litnum þangað til þau falla á haustin.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2006, er í uppeldisreit 2012. Ólíklegt er að rétt planta (Berberis thunbergii ‘Kobold’) hafi komið upp af fræinu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is