Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Caragana sinica
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   sinica
     
Höfundur   (Bucaehoz) Rehd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Refakergi, kínakergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Fölgulur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   - 1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur runni allt að 1 m hár, vex hægt. Ársprotar kantaðir, gulbrúnir.
     
Lýsing   Lauf með 4 smálauf í 2, greinilega aðskildum pörum. Axlablöð eru allt að 0,8 sm löng, verða stinnir þyrnar. Smálauf 3,5×2 sm, öfugegglaga, dökkgræn, glansandi. Blóm 3 sm, stök, fölgul, með rauðbrúna slikju með aldrinum. Bikar bjöllulaga. Aldin grönn, 4 sm, hárlaus.
     
Heimkynni   N Kína.
     
Jarðvegur   Grýttur, leirkenndur, sendinn jarðvegur, þurr til meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z4
     
Heimildir   1, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   í raðir, í þyrpingar, í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 1982 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel, kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is