Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Caragana × sophorifolia
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   × sophorifolia
     
Höfundur   Tausch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðakergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti   (C. arborescens × C. microphylla)
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   1-1.5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur, smávaxinn runni. Í grófum dráttum líkt dvergformi af C. arborescens.
     
Lýsing   Smálauf yfirleitt í 6 pörum, allt að 1,5 sm, fleyglaga við grunninn. Aldin 2 sm. Þolir allt að – 40°C frost. Sambýlisplanta, hefur rótarbakteríur og vinnur köfnunarefni/nítur úr loftinu eins og aðrar Caragana-tegundir.
     
Heimkynni   Garðablendingur.
     
Jarðvegur   Grýttur, leirkenndur, sendinn jarðvegur, þurr til meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   1, http://www.pfaf.org, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning
     
Notkun/nytjar   Í raðir, í þyrpingar, í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntu undir þessu nafni, sem var sáð til 1997 og 1998 og gróðursettar í beð 2000 og 2001. Þrífast nokkuð vel, kala lítið sem ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is