Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Clematis douglasii
Ættkvísl   Clematis
     
Nafn   douglasii
     
Höfundur   Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Roðabergsóley
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
     
Samheiti   Clematis hirsutissima Pursh
     
Lífsform   Fjölæringur
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Djúp-blápurpura til fjólublár
     
Blómgunartími   Vor-sumar
     
Hæð   - 60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur fjölæringur.
     
Lýsing   Jurt sem klifrar ekki, allt að 60 sm há. Ungir sprotar þéttdúnhærðir, seinna hárlausir. Greinar kantaðar, grópstrengjóttar. Lauf heil neðst, 2-3 fjöðruð ofar, smálauf aflöng, lensulaga til egglaga, heilrend, stundum ögn sagtennt, langhærð. Blómin pípulaga eða bjöllulaga, 2-5 sm, stök, endastæð, stundum líka í blaðöxlunum, hangandi, blómskipunarleggir langir. Bikarblöð 4, djúp-blápurpura til fjólublá, þykk, aflöng, 2,5 sm, baksveigð, ljósari á ytra borði, fræflar 2,5 sm Smáhnetur tígullaga með langæa, fjaðraða, brúna, stíla, allt að 5 sm langa.
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Hefur verið sáð 2010 og 2011
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is