Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Clematis orientalis
Ćttkvísl   Clematis
     
Nafn   orientalis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullbergsóley
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Vafrunni, klifurrunni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Gulur til gulgrćnn
     
Blómgunartími   Júlí-september
     
Hćđ   2-4 m (- 8 m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Klifurrunni (vaf) eđa jarđlćgur runni.
     
Lýsing   Runni sem getur orđiđ allt ađ 8 m hár/langur í heimkynnum sínum. Stofnar rákóttir, greinar grannar, hárlausar. Lauf allt ađ 20 sm, fjađurskipt, 5-7 laufa, sjaldan 3- eđa 7-laufa, smálauf snubbótt til breiđ-oddbaugótt, ydd eđa odddregin, mjókka snögglega ađ grunni, ţríflipótt, heilrend eđa tennt, hálfleđurkennd, grágrćn, hárlaus, silkihćrđ, bláleit. Blóm allt ađ 5 sm í ţvermál, stök eđa í 3- til margblóma, endastćđum eđa axlastćđum sveipum međ stođblöđ, blómskipunarleggur allt ađ 10 sm, dúnhćrđur. Bikarblöđ gul eđa grćngul, 4, aflöng eđa oddbaugótt allt ađ 14 mm, odddregin, skástćđ, seinna baksveigđ, mjög ţykk og kjötkennd, silkihćrđ, ullhćrđ á jöđrunum, frćflar međ frjóţrćđi sem breikka ofantil, dumbrauđ, hár bein og löng. Frjóhnappar allt ađ 5 mm, gulir. Smáhnetur tígullaga, dálítiđ gárótt á jöđrunum, dökkbrúnar, ullhćrđar međ fjađurlíkan, ţétt dúnhćrđan stíl, hárin löng og upprétt, stíllinn allt ađ 5,5 mm langur.
     
Heimkynni   Eyjahafseyjar, Úkraína, SA Rússland, Íran, V Himalaja, V Kína, Kórea
     
Jarđvegur   Léttur jarđvegur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingur.
     
Notkun/nytjar   Á veggi eđa grindur í góđu skjóli og sól.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarđinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is