Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Potentilla visianii
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   visianii
     
Höfundur   Panèiæ
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Serbamura*
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur sem myndar þúfur eða litla hnausa, dúnhærður og með lengri (en dúnhæringin) útstæð kirtilhár.
     
Lýsing   Jurt, allt að 40 sm há. Laufin fjaðurskipt, samsett úr 11-17 smálaufum. allt að 2,5 × 1,5 sm, öfugegglaga til fleyglaga til egglaga, hærð, jaðrar 2-7 tenntir. Blómstönglar uppréttir eða uppsveigðir, 30-40 sm langir. Blómin eru 1,8-2,2 sm í þvermál, gul, yfirleitt mörg í strjálblóma, endastæðum kvíslskúf, blómleggir 10 mm eða lengri. Bikarblöð lensulaga, krónublöðin öfughjartalaga, 10 mm, lengri en bikarblöðin.
     
Heimkynni   NV Balkanskagi.
     
Jarðvegur   Magur til meðalfrjór, vel framræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1, http://encyclopaedia.alpinegardensociety.net
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1998.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is