Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Lonicera korolkowii ‘Aurora’
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   korolkowii
     
Höfundur   Stapf.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Aurora’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hirðingjatoppur (Kóraltoppur)
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærpurpurableik.
     
Blómgunartími   Vor-snemmsumars.
     
Hæð   2,5-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Allt að 2,5 m hár runni. Greinar drúpandi.
     
Lýsing   Lauf mjó-egglaga. ydd, lítil, flauelsdúnhærð neðan, græn með gráa slikju, á teygðum sprotum. Blómin lítil, allt að 8 mm löng og 18 mm breið skærbleik. Aldin dökkappelsínugul.
     
Heimkynni   Form, sem vex hátt í Himalajafjöllum.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.backyardgardener,com, http://www,worldfieldguide.com
     
Fjölgun   Græðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í beð, þyrpingar, sem stakstæður runni. Hirðingjatoppur er ekki vandlátur á jarðveg en þolir illa að standa í vatni. Blómstrar mest í mikilli sól. Þolin gagnvart næðingum, hita og loftraka, sem og mengun og vindi af hafi. -- Venjuleg toppablóm ilma ekki, en laða stundum býflugur að.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 2001.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is