Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Lonicera × notha 'Alba'
Ættkvísl   Lonicera
     
Nafn   × notha
     
Höfundur   Wils
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Alba'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skintoppur
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Vor-sumar.
     
Hæð   2-4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Kröftugur, uppréttur, lauffellandi, uppréttur runni. Ungir sprotar hárlausir eða næstum hárlausir.
     
Lýsing   Laufin allt að 6 sm, egglaga til lensulagaoddbaugótt, odddregin, bogadregin eða þverstýfð við grunninn, lítið eitt dúnhærð til næstum hárlaus neðan. Blómin hvít tvö og tvö saman. Krónan 18 mm, með tvær varir, pípan útvíkkuð. Berin rauð. Blómin hvít.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Vettrar- eða sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð bep, í þyrpingar, í kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta, og tvær sem sáð var til 1979 og gróðursettar í beð 1981 og 2006. Sú elsta fellir lauf snemma og allar þrífast vel og kala mjög lítið. ε
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is