Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Delphinium grandiflorum
Ættkvísl   Delphinium
     
Nafn   grandiflorum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Greifaspori
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fagurblár.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   50-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Greifaspori
Vaxtarlag   Fjölær jurt, en oft meðhöndluð sem hún væri einær í ræktun. Stönglar greinóttir, stöku sinnum ógreindir, uppréttir til útstæðir, dúnhærðir, 25-100 sm hár, með liggjandi hár, neðri laufin með legg, þau efri legglaus.
     
Lýsing   Blómin fá í strjálum klasa, blá, fjólublá eða hvít, blómleggir allt að 6,5 sm, dúnhærðir, bikarblöð oddbaugótt til öfugegglaga, dúnhærð allt að 2,5 sm, sporar sveigðir upp á við, allt að 2 sm, efri krónublöðin stundum með gulan odd, heilrend, neðri krónublöð blá, hærð. Fræhýði 3, langhærð.
     
Heimkynni   A Síbería, A Asía.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting vor eða haust, græðlingar með hæl að vori. Plöntur geta komið upp af fræi blómgast samsumars.
     
Notkun/nytjar   Sem sumarblóm, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Meðalharðgerð, fljótvaxin, jurt sem blómstrar samsumars eftir sáningu, afar falleg en oft skammlíf tegund.
     
Yrki og undirteg.   'Blue Butterfly' er algengt yrki.
     
Útbreiðsla  
     
Greifaspori
Greifaspori
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is