Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Cotoneaster zeravschanicus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   zeravschanicus
     
Höfundur   Pojark
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mongólamispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi
     
Blómlitur   Móhvítur með litlar, bleikar doppur
     
Blómgunartími   Vor-snemmsumars
     
Hæð   2-2,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, 2-2,5 m hár, greinar þéttstæðar, uppréttar, smágreinar kastaníubrúnar, hærðar í fyrstu. Getur orðið enn hærri erlendis.
     
Lýsing   Laufin á blómlausum greinum þunn, breið-egglaga, næstum kringlótt eða breið-oddbaugótt, 23-42 × 20-37 mm, oddlaus, grunnur snubbóttur eða þverstýfður, milligræn ofan, ögn gljáandi, verða fljótt mött, lítið eitt hærð í byrjun, með 4-6 æðastrengjapör, þétthærð neðan, laufleggir 3-5 mm. Stönglar með blóm 2-3 sm langir, með 2-3 lauf, blómskipunin þétt, 7-12 blóma, blómleggurinn 1-10 mm, blóm að blómbotni meðtöldum 3-5 mm löng, bleik í knúbbinn, blómbotn trektlaga, næstum hárlaus, Bikarblöð snubbótt eða ydd, hárlaus, jaðrar hærðir, krónan 8-9 mm, krónublöð trosnuð, móhvít með litla, bleika bletti, fræflar 10-14, frjóðþræðir og frjóhnappar hvítir. Aldin öfugegglaga, 8-10 mm, rúbínrauð til dumrauð, hrímug, kjarnar/fræ 2.
     
Heimkynni   Tajikistan, Kasakstan.
     
Jarðvegur   Sendinn, grýttur, leirkenndur jarðvegur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://databaze.dendrologie.cz, http://en.hortipedia.com, http://www.gardening.eu
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargæðlingar.
     
Notkun/nytjar   Beð, stakstæð, þyrpingar, brekkur
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1978. Gróðursett í beð, mjög fallegur runni.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is