Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Cotoneaster insignis
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   insignis
     
Höfundur   Pojark.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Kringlumispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Maí
     
Hæð   2-4 m (- 6 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni eða hálfsígrænn. Smágreinarnar útbreiddar, gráflókahærðar þegar þær eru ungar, seinna hárlausar og brúnar.
     
Lýsing   Lauf yfirleitt í 2 röðum, grófgerð, breið-oddbaugótt til öfugegglaga eða næstum kringlótt, 2-5 sm löng, 1,5-4,5 sm breið, daufgræn ofan, með grá eða gulleit flókahár á neðra borði, verða að lokum næstum hárlaus. Leggir 4-7 mm langir. Blómin 5-20 í þéttri blómskipun. Krónublöð hvít, upprétt. Aldin svört með bláleitt hrím, næstum kúlulaga, 7-9 mm í þvermál, með 1-2 kjarna/fræ.
     
Heimkynni   M Asía, Íran, Afganistan, Túrkestan.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000. Gróðursett í beð 2004, lofar góðu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is