Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Crataegus succulenta v. macracantha
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   succulenta
     
Höfundur   Schrad. ex Link
     
Ssp./var   v. macracantha
     
Höfundur undirteg.   Lodd. ex Loudon) Eggl.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lágþyrnir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur (óásjáleg blóm)
     
Blómgunartími   Maí
     
Hæð   3-5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Allt að 5 m hátt tré, útstæðar, rauðbrúnar greinar, með fjölmarga, kröftuga, 7 sm langa þyrna.
     
Lýsing   Lauf fleyglaga–breið oddbaugótt, 5-8 sm löng, gróf og tvísagtennt, glansandi á efra borði, verða að lokum hárlaus á neðra borði. Blómin mörg í hærðum hálfsveipum, fræflar 10, frjóhnappar hvítir. Aldin kúlulaga, innan við 1 sm í þvermál, glansandi, skarlatsrauð.
     
Heimkynni   A N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalrakur til rakur, sendinn, leirkenndur, vel framræstur jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   7
     
Fjölgun   Haustsáning
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1987 og gróðursettar í beð 1994 og ein sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 2004.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is