Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
|
Ættkvísl |
|
Elaeagnus |
|
|
|
Nafn |
|
multiflora |
|
|
|
Höfundur |
|
Thunb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Kínasilfurblað |
|
|
|
Ætt |
|
Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
E. longipes. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða dálítill skuggi |
|
|
|
Blómlitur |
|
Föl gulhvítur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor |
|
|
|
Hæð |
|
1-2 m (-3 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Meðal |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Runni allt að 3 m hár. Ungar greinar þaktar rauðbrúni hreistri. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 3-10 sm, egglaga, egglaga-aflöng, til oddbaugótt, djúpgræn á efra borði og verða hárlaus, en silfurlit með mörg brún hreistur á neðra borði. Blóm allt að 1,5 sm, stök eða tvö og tvö saman, ilmandi. Tvíkynja (eru með bæði karlkyns og kvenkyns lífæri) og eru frævaðar af býflugum. Aldin dökkrauð til brún, æt, á grönnum, allt að 3 sm löngum leggjum. |
|
|
|
Heimkynni |
|
A Asía (Kína & Japan) |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur (sendinn) meðalþungur, helst vel framræstur, magur, sýrustig skiptir ekki máli. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Viðnámsþróttur gegn hunangssvepp. |
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar, haust-vetrargræðlingar, sveiggræðsla.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, í limgerði. Mjög þurrk og vindþolinn. Þolir loftmengun. Mjög breytileg tegund er oft ræktuð vegna ætra aldina í Japan, til eru nokkur afbrigði með nafni. Plöntur geta borið aldin 4 árum eftir að græðlingarnir hafa verið teknir.
Notuð til matar, aldin hrá eða soðin. Fullþroskuð eru þau með gott súrt bragð, eru mjög góð í ábætisrétti. Þótt þau séu oftast notuð í bökur, niðursoðin o.fl. Fræ hrá eða soðin er hægt að borða með aldininu þótt fræið sé dálítið trefjótt.
Aldin margra tegunda af þessari ættkvísl innihalda mikið af vítamínum og steinefnum, einkum vítamínunum A, C og E, flavoidum og öðrum lífvirkum sameindum. Aldinið er líka með talsvert lífsnauðsynlegum fitusýrum, sem er fremur óvenjulegt fyrir aldin. Það er verið að rannsaka þau sem fæði sem mögulega fækkar krabbameinstilfelli og líka til að stöðva eða snúa til baka vexti krabbameina.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Engin planta er í Lystigarðinum (2013) en var sáð 2012. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|