Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Betula utilis
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   utilis
     
Höfundur   D. Don
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snæbjörk
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Maí
     
Hæð   10-13 m (- 20 m)
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta
     
 
Vaxtarlag   Tré, allt að 20 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur þunnur, flagnar í láréttar pappírslíkar ræmur (næfra), bleikar til appelsínubrúnar, með hvítt hrím. Ársprotar rauðbrúnir að haustinu, þétt-kirtilhærðir, grá-langhærðir.
     
Lýsing   Laufin 5-12 × 3-7 sm, egglaga, fremur gróf-sagtennt, tennur misstórar. Laufin oddregin, grunnur bogadreginn til breið-fleyglaga, dökkgræn ofan, ljósari neðan, gullgul að haustinu, leðurkennd, hárlaus til lítið eitt hærð ofan, hærð á æðastrengjunum á neðra borði. Æðastrengir í 10-14 pörum, upphleyptir á neðra borði. Laufleggir 2-3 sm, dúnhærðir. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Karlreklar allt að 12 sm. Þroskaðir kvenreklar 2,5-3,5 sm × 10-12 mm, útstæðir til hálfhangandi, sívalir, rekilhreistur dúnhærð, miðflipinn bogadreginn ofan, lengri en hliðafliparnir.
     
Heimkynni   Himalaja
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn jarðvegur til meðalþungur, helst vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Trén eru mjög viðkvæm fyrir hunangssvepp.
     
Harka   Z8
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar
     
Notkun/nytjar   Í beð, í raðir, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem var sáð til 1990, gróðursett í beð 1992, hefur kalið lítillega gegnum árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is