Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Dianthus barbatus
Ættkvísl   Dianthus
     
Nafn   barbatus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Stúdentadrottning
     
Ætt   Hjartagrasaætt (Caryophyllaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tvíær-fjölær (skammlíf) jurt .
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, bleikur, rauður.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   20-70 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Stúdentadrottning
Vaxtarlag   Skammlífur fjölæringur, hárlaus eða mjög lítið hærður með slétta, kröftuga stöngla og lensulara-oddbaugótt lauf.
     
Lýsing   Laufin allt að 10 x 2 sm með áberandi miðstreng og 2 næstum samsíða hliðarstrengi. Blóm legglaus í stórum þéttum blómhnoðum umkrýndum með yddum stoðblöðum, sem eru oftast jafn löng og blómin. Bikar um 1,5 sm, hárlaus, með mjóar yddar tennur. Utanbikarflipar 4, egglaga, ydd, að minnsta kosti jafnlöng bikarinn. Krónutungan um 1 sm, með skegg, rauðpurpura með ljósar doppur við grunninn.
     
Heimkynni   A & SA Evrópa (S- Evrópu - frá Pýreneafjöllum að Karpatafjöllum og Balkanskaga).
     
Jarðvegur   Þurr, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skipting, græðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í ker, í steinhæðir, í kanta, í sumarblómabeð eða meðal fjölæringa.
     
Reynsla   Tæplega meðalharðgerð, skammlíf, oftast ræktuð sem tvíær væri.
     
Yrki og undirteg.   'Sweet Wivelsfield' er blendingur milli stúdenta og garðanelliku er oft undir D. X allwoodii um 30 sm með færri en stærri blóm. 'Gefüllte Blaupunkt-Mischung' (Benery´s Double Mix) um 50 sm há, greinilega ofkrýnd. H3.
     
Útbreiðsla  
     
Stúdentadrottning
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is