Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Laburnum |
|
|
|
Nafn |
|
anagyroides |
|
|
|
Höfundur |
|
Medik. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Strandgullregn |
|
|
|
Ætt |
|
Ertublómaætt (Fabaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
L. vulgare, Cytisus laburnum |
|
|
|
Lífsform |
|
Sumargrænt tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Sítrónugulur til gullgulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors . |
|
|
|
Hæð |
|
5-7 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Vex hratt. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi lítið tré allt að 7 m hátt og álíka breitt. Greinar grágrænar, strjált- og mjúkdúnhærð. |
|
|
|
Lýsing |
|
Smálauf allt að 8 sm, oddbaugótt til oddbaugótt-öfugegglaga, snubbótt, snöggydd eða smábroddydd, með aðlæg, stutt dúnhár á neðra borði þegar laufin eru ung. Blómklasar allt að 20 sm langir, dúnhærðir, blómleggurinn styttri en blómið. Krónan 2 sm, sítrónugul til gullgul. Blómin eru tvíkynja (eru bæði með karl- og kvenlíffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin allt að 6 sm eða lengri, næstum hárlaus þegar þau eru þroskuð. Önnur röndin þykknuð, fræin svört. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M og S Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn, meðaleirkenndur jarðvegur, helst vel framræstur, en getur vaxið í þungum og mögrum, þurr eða rakur. Sýrustig skiptir ekki máli. Getur þolað hvassviðri en ekki seltu af hafi. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, sem stakstætt tré.
Þessi tegund lifir í samlífi með vissum jarðvegsgerlum. Gerlarnir mynda hnýði á rótum plöntunnar og nema nítur út andrúmsloftinu. Sumt af nítrinu notar plantan sjálf, annað nýtist plöntum sem vaxa í nágrenninu.
Allir hlutar plöntunnar eru eitraðir einkum fræið. |
|
|
|
Reynsla |
|
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|