Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Tilia sibirica
Ćttkvísl   Tilia
     
Nafn   sibirica
     
Höfundur   Bayer
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rússalind
     
Ćtt   Lindićtt (Tiliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól og rakur jarđvegur.
     
Blómlitur   Gulgrćnn.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ  
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Rússalind er lauffellandi, tré sem er náskylt hjartalind (T. cordata). Rússalindin er einlend/endemísk tegund, sem er ađ finna á nokkrum stöđum í S Síberíu um 2000 km austur af útbreiđslusvćđi hjartalindarinnar.
     
Lýsing  
     
Heimkynni   S Síbería.
     
Jarđvegur   Frjór, rakur-blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.mustila.fi, http://www.trotsiuk.net
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Nákvćm stađa ţessarar tegundar međal linditrjátegundanna er óviss, vex náttúrulega austur í Evrasíu í framhaldi af evrópsku hjartalindinni. (Tilia cordata) og nćr allt austur til Tomsk. Samkvćmt rússneskum upplysingum er rússalindin (T. sibirica) ađgreinanleg frá hjartalind (Tilia cordata.) Skógur af rússalind er frábrugđinn skógi af hjartalind ađ ţví leyti ađ hann vex í blautasta hluta Síberíu. Ársúrkoman ţar getur veriđ meiri en 1800 mm, međ snjó meira en 2 m djúpum, sem kemur í veg fyrir ađ jarđvegurinn frýs. Ţetta hefur í för međ sér ađ haustlaufiđ hefur rotnađ algerlega ađ vorinu. Trén eru grönn, međ engar greinar fyrr en hátt uppi á stofninum, en laufin í krónunni hafa orđiđ fyrir einhverskonar skađa vegna ryđs, kanski vegna ţess hve jarđvegurinn er vatnsósa.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur undir ţessu nafni sem sáđ var til 1988 og gróđursettar í beđ 1994, báđar hafa kaliđ lítilsháttar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is