Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Crocus chrysanthus 'Dorothy'
Ættkvísl   Crocus
     
Nafn   chrysanthus
     
Höfundur   (Herb.) Herb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Dorothy'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Tryggðakrókus (Tryggðalilja)
     
Ætt   Sverðlilja (Iridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Ljós sinnepsgulur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   um 10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Blóm ljóssinnepsgul, ytraborð innri blómhlífarblaða ljósara sinnepsgult en innra borðið, en þau ytri eru með mjög greinilegar, fjólubláar-brúnar rákir á ytra borði. Mjög blómviljugt yrki.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = Upplýsingar á umbúðum hnýðanna.
     
Fjölgun   Hliðarhnýði.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður í trjá- eða runnabeð, í beðkanta.
     
Reynsla   Hnýði úr blómabúð (frá Hollandi) voru gróðursett í beð 1997, A4-B14 & 2000 A4-B16 of á B-flöt. Þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is