Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Crocus serotinus ssp. salzmanii
Ættkvísl   Crocus
     
Nafn   serotinus
     
Höfundur   Salisb.
     
Ssp./var   ssp. salzmanii
     
Höfundur undirteg.   (Gay) B. Mathew.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðukrókus*
     
Ætt   Sverðliljuætt (Iridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Hvítur til blápurpura.
     
Blómgunartími   Haust- og vetrarblómstrandi.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Hýðið pappírskennt, klofnar langsum. Trektin allt að 11 sm löng.
     
Heimkynni   N Afríka, Spánn, Gíbraltar.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Hliðarhnýði.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð, í beðkanta.
     
Reynsla   Hnýði frá Würzburg voru gróðursett í Lystigarðinum 2007.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is