Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Crocus serotinus ssp. serotinus
Ættkvísl   Crocus
     
Nafn   serotinus
     
Höfundur   Salisb.
     
Ssp./var   ssp. serotinus
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðukrókus*
     
Ætt   Sverðliljuætt (Iridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Hvítur til blápurpura.
     
Blómgunartími   Haustblómstrandi.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hýði greinilega netæðótt-trefjótt, minnir á grindverk, mjókkar upp á við. Lauf 3-4 talsins, 0,5-2 mm breið, vaxa um leið og laufin, djúpgræn, hárlaus, jaðrar stundum snarpir.
     
Lýsing   Blómin ilma, trektin er 2-5 sm, hvít til blápurpura, gin dúnhært, hvítt eða beinhvítt. Flipar 2,4-4 × 1 sm, snubbóttir, fölblápurpura til lillabláir, stundum með purpuralitar æðar. Stíll margdeildur, logandi appelsínugulur, nær upp fyrir frjóhnappana.
     
Heimkynni   Portúgal.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, hliðarhnýði.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeð, í beðkanta og víðar.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is