Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Hypericum cistifolium
Ættkvísl   Hypericum
     
Nafn   cistifolium
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólargullrunni*
     
Ætt   Gullrunnaætt (Hypericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sumargrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   30-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runni, allt að 30-100 sm hár, ekki með svarta kirtla. Stönglar uppréttir, oftast ógreindir, en stundum lítið eitt greinóttir efst og greinarnar mjóar.
     
Lýsing   Laufið 15-40 x 4-8 mm, legglaus, mjólensulaga mjó-bandlaga-oddbaugótt eða mjóaflöng til öfuglensulaga. Blaðoddur snubbóttur til bogadreginn, grunnur breið-fleyglaga til bogadreginn, jaðrar niðursveigðir, ljósari á neðra borði, stundum bláleit, þunn-leðurkennd, æðar ógreinilegar. Blóm 0,9-1,2 sm í þvermál, um 10-120, vaxa úr endastæðu hné, næsta hné og greinum sem vaxa frá neðri hnjám, saman mynda þau öll hvelfdan hálfsveiplaga skúf. Bikarblöð 5, misstór, 2,5-4 mm, stækka ekki, öfugegglaga til aflöng, snubbótt til bogadregin, jaðrar flatir. Krónublöð 5, gullgul, 5-6,5 mm, um 1,5-2 x stærri en bikarblöðin, öfugegglaga til öfuglensulaga, verða baksveigð. Fræflar um 0,5 x krónublöðin, knippin ekki greinileg. Stílar 3, 1,8 2 mm, 0,8 - 2 x egglegið, aðlæg. Ilmkirtlar á fræhýði ekki áberandi.
     
Heimkynni   SA Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, malarborinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   8
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í brekkur, í kanta á runnabeðum.
     
Reynsla  
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is