Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Dicentra eximia
Ættkvísl   Dicentra
     
Nafn   eximia
     
Höfundur   (Ker.-Gawl.) Torr.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Álfahjarta
     
Ætt   Reykjurtaætt (Fumariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpurableikur, bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   30-65 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Álfahjarta
Vaxtarlag   Jarðstönglar kröftugir, með hreistur. Grunnlauf allt að10, bláleit neðan, þríhyrnd að ummáli, 10-55 x 5-30 sm, laufleggurinn 5-40 sm, smálauf lensulaga til aflöng eða egglaga, 20-50 x 6-35 mm, skert.
     
Lýsing   Blómleggur allt að 65 sm hár. Blómin 5-45 í drúpandi skúfi. Krónan purpurableik til bleik, sjaldan hvít, hjartalaga við grunninn, mjókka í langan háls efst, endar ytri krónublaðana útstæðir eða aftursveigðir.
     
Heimkynni   Fjöll í Bandarikjum N Ameríku.
     
Jarðvegur   Frjór, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð. Myndar breiður með tímanum.
     
Reynsla   Lítt reynd hérlendis. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Álfahjarta
Álfahjarta
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is