Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Narcissus 'Golden Harvest'
Ættkvísl   Narcissus
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Golden Harvest'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skírdagslilja
     
Ætt   Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur, fjölær.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Gulur, hjákrónan gul.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   - 40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Eitt blóm á stilk, hjákróna jafnlöng eða lengri en blómhlífarblöðin.
     
Lýsing   Stórblóma yrki frá því um 1927. Hefur verið kynbætt síðan og er enn ein algengasta trompetliljan á marknaðinum. Blómhlífarblöðin gul, skarast neðst, hjákrónan gul, stór lúðurlaga og lengri en blómhlífin, víkkar mikið út efst, er bylgjuð og smáflipótt í kantinn.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Léttur, lífefnaríkur, frjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   Upplýsingar á umbúðum laukanna og Jefferson- Brown 1991: Narcissus
     
Fjölgun   Hliðarlaukar.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð, undir tré eða runna, í beðkanta og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1996 og 2002, laukar keyptir í blómabúð. Þrífast vel (2011).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is