Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Dodecatheon pulchellum
Ættkvísl   Dodecatheon
     
Nafn   pulchellum
     
Höfundur   (Raf.) Merrill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skriðugoðalykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi, skuggi.
     
Blómlitur   Rauðrófupurpura til hvítur.
     
Blómgunartími   Síðla vors til snemmsumars.
     
Hæð   15-30(-50) sm
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði.
     
 
Skriðugoðalykill
Vaxtarlag   Plöntur hárlausar til kirtilhærðar. Mjög breytileg, lágvaxin fíngerð tegund, blöð öll í hvirfingu við jörð.
     
Lýsing   Laufin sporbaugótt til öfuglensulaga eða spaðalaga, mjókka smám saman að grunni, 1,5-20 sm x 5-25 mm, heilrend til ögn bylgjuð. Blómstönglar 4,5-50 sm, sveipir með 1-20 blóm. Blóm með 5 krónuflipa, rauðrófupurpura til hvít, 5-15 mm í þvermál. Frjóþræðir samvaxir í mjóa, gula pípu, 1-2,5 x 1-2 mm. Frjóhnappar 3-6 mm, gulir til brúnrauðir, tengsl slétt, brúnrauð til purpura. Fræni ekki stækkuð. Fræhýðistennur hvassyddar. Fræhýðisveggir brothættir eða þykkir.
     
Heimkynni   N Ameríka frá Alaska til Mexikó.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti, fremur erfið í sáningu.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í steinhæðir, í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Tegundin er breytileg og gjarnan skipt nokkuð niður í nokkrar deilitegundir, sem er erfitt að greina í sundur.
     
Yrki og undirteg.   # ssp. pulchellum - Lauf 5-20 sm, mjókka smám saman niður í legginn, blómsveipir með 4-20 blóm, frjóþræðir gulir. # ssp. cusickii (Green) Calder & Taylor. Fræðhýðisveggir þykkir og seigir. Heimk.: V Bandaríkin. # ssp. watsonii (Tideström) Thompson. Lauf 1,5-4,5 sm, sveipir með 1-4 blóm. Heimk.: V N-Ameríka. # ssp. macrocarpum (Gray) Taylor & MacBride. Lauf egglaga, mjókka mjög snögglega að leggnum. Heimk.: V Bandaríkin. # ssp. monanthum (Greene) Thompson. Frjóþráðapípa brúnrauð til purpura. D. pulchellum ssp. pulchellum er áhugaverðust til garðræktar og oft seld undir 'Red Wings' eða 'Victoria'. 'Red Wings' er aðeins um 20 sm að hæð með dökkrósrauð blóm, vinsæl og mikið ræktuð, sérlega góð í steinhæð.
     
Útbreiðsla  
     
Skriðugoðalykill
Skriðugoðalykill
Skriðugoðalykill
Skriðugoðalykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is