Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Spiraea wilsonii
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   wilsonii
     
Höfundur   Dutie
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lotkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   - 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Líkur stórkvisti (S. henryi). Það er hægt að greina loðkvistinn frá stórkvistinum á hárlausum blómskipunum, en ekki dúnhærðum, Lauffellandi, uppréttur runni allt að 2 m hár. Greinarnar bogsveigðar, smágreinar matt-purpura, dúnhærðar í byrjun.
     
Lýsing   Lauf 2-5,5 sm, sporbaugótt til öfugegglaga eða aflöng, snubbótt eða ydd, tennt eða heilrend, fleyglaga við grunninn, mattgræn, dúnhærð ofan, grágræn og lang(hrokkin)hærð neðan, einkum á æðastrengjunum. Blóm allt að 6 mm í þvermál, hreinhvít, á stuttum, laufóttum sprotum. Bikar er hárlaus. Krónublöðin eru jafn löng og fræflarnir. Aldin útstæð, lítið eitt langhærð á saumi á framhlið.
     
Heimkynni   S & V Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar. Líkur bogakvisti (S. veitchii Hemsl.).
     
Reynsla   Ein planta með þessu nafni er til í Lystigarðinum. Til hennar var sáð 1998, kelur mismikið, vex stundum upp úr rótinni. Haustlitir eru fallegir, appelsínugulir. Blómstraði 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is