Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Salix glauca v. villosa
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   glauca
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. villosa
     
Höfundur undirteg.   Anderson
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Orravíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   Salix glaucosericea B.Flod., Salix glauca L. ssp. glabrescens (Andersson) Hultén
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Líkur rjúpuvíði (Salix glauca) en frábrugðinn að því leyti að blöðin eru fölgrænni, glansandi á efra borði, silkihærð beggja vegna, æðastrengjapör 7-9, en 5-6 æðastrengjapör á rjúpuvíði.&
     
Heimkynni   Alpafjöll.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í brekkur, í þyrpingar, í beð, í steinhæðir.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta úr gróðrarstöð frá 1983 og græðlingar af henni, kala lítið sem ekkert, allar þrífast vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is