Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Salix barclayi
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   barclayi
     
Höfundur   Andersson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Markavíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   2-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 2-3 m hár. Greinar uppréttar, sveigjanlegar við grunninn. Ársprotar gulgrænir til rauðbrúnir, lóhærðir eða sléttar.
     
Lýsing   Laufin 3-10 sm löng og 1-5 sm breið, sortna þegar þau þorna, breið, egglaga til öfugegglaga eða oddbaugótt, nokkuð hvassydd, bog-sagtennt á jöðrunum. Reklar á laufóttum stilkum. Fræhýði græn þegar þau eru ung, 4-4,5 mm löng, hvert blóm/fræhýði með sinn legg, mjókka smámsaman efst. Stílar 1-2 mm langir, stoðblöð smá, dökk, egglaga, ydd, hvít-ullhærð.&
     
Heimkynni   NV N Ameríka.
     
Jarðvegur   Blautur, malarborinn-sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 23, en.wikipedia.org/wiki/Salix-barclayi, linnet.georg.ubc.ca/Atlas/Atlas.aspx?sciname=Salix=Salix%20barclayi,
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í skjólbelti.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til níu plöntur úr Alaskasöfnuninni 1985 (A-495-9(2), A-651 (2), A-694 (2), A-712 (2)). Allar kólu mismikið að minnsta kosti framan af.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is