Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Salix glauca v. acutifolia
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   glauca
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. acutifolia
     
Höfundur undirteg.   (Hook.) C.K. Schneid.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rjúpuvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   S. glauca ssp. acutifolia (Hook.) Hultén
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   Allt að 1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár. Ársprotar þétt gráullhærðir, dúnhærðir.
     
Lýsing   Lauf grá-dúnhærð bæði ofan og neðan, oddbaugótt, öfugegglaga til öfuglensulaga, oftast hvassydd, heilrend eða dálítið kirtiltennt við grunninn. Reklar sívalir, þéttblóma, með ullhærðan aðalstilk. Stoðblöð aflöng til öfugegglaga-aflöng, snubbótt, dekkri í toppinn, grá-dúnhærð beggja vegna. Fræhýði næstum legglaus, egglaga-aflöng til keilulaga, þétt grá-lóhærð með greinilega stíla.&
     
Heimkynni   Bandaríkin, Alaska, Kanada.
     
Jarðvegur   Sendinn, malarborinn, rakur-blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   23, plants.jstor.org/compilation/salix villosa,
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð, í limgerði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein, gömul planta undir þessu nafni, kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is