Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Salix niphoclada v. nipoclada
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   niphoclada
     
Höfundur   Rydb.
     
Ssp./var   v. nipoclada
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Auðnavíðir*
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   Allt að 1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Venjulega uppréttur runni, allt að 1 m hár. Ársprotar grá-ullhærðir.
     
Lýsing   Lauf grágræn, legglaus, mjó-aflöng eða öfugegglaga til lensulaga, oftast hvassydd eða dálítið ydd, heilrend, ljósari á neðra borði, grá-dúnhærð bæði ofan og neðan, verða stundum hárlaus á efra borði með aldrinum. Reklar á laufóttum legg, sívalir, allt að 4 sm langir, stoðblöð brúnleit, stutt-dúnhærð. Fræhýði legglaus, gráullhærð með stuttan stíl.&
     
Heimkynni   NV Kanada, Alaska, Rússland.
     
Jarðvegur   Sendinn, malarborinn, rakur-blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 23, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=343445801
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð.
     
Reynsla   Í tengslum við Lystigarðinn eru til 3 plöntur úr Alaskasöfnuninni 1985 (A-714 83)), kólu mismikið að minnsta kosti í byrjun.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is