Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Salix nivalis
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   nivalis
     
Höfundur   Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Snævíðir*
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   Salix nivalis var. saximontana (Rydberg) C. K. Schneider; S. reticulata Linnaeus subsp. nivalis (Hooker) Á. Löve, D. Löve & B. M. Kapoor; S. reticulata var. saximontana (Rydberg) Kelso
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   10-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Dvergvaxinn runni, 10-40 sm hár, sem myndar breiður. Sprotarnir skríðandi eða uppréttir, greinarnar gulbrúnar eða rauðbrúnar, hárlausar eða dúnhærðar. Ársprotar gulbrúnir eða rauðbrúnir, hárlausir eða með löng, mjúk hár.
     
Lýsing   Engin axlablöð eða mjög smá. Laufleggur 1,5-6 mm (stundum með kirtla efst eða alla leið), stærstu laufblöðkurnar eru með loftaugu bæði á efra og neðra borði, æðastrengir djúplægir-netæðóttir, 2 pör af hliðaræðum við eða rétt við grunninn, (sveigðir að oddinum), oddbaugótt eða breiðoddbaugótt, 6-22 x 4-15 mm, 1,1-2,8 sinnum lengri en blaðkan er breið, kúptur, bogadreginn grunnur, hálf-hjartalaga eða fleyglaga, jaðrar dálítið niðurorpnir, heilrendir (með kirtildoppur), oddur kúptur, bogadreginn eða oddnuminn, neðra borð hárlaust eða með löng silkihár, ögn glansandi á efra borði, hárlaus, miðhluti blöðkunnar heilrendur, ungar blöðkur hárlausar. Karlreklar 7-19 x 2,5-6 mm, blómleggir 0,5-17 mm, kvenreklar þétt- eða strjálblóma (4-17 blóma) kröftugir, hálf-kúlulaga eða kúlulaga, 7-21 x 2-9 mm, blómleggir 1-10 mm, stoðblöð blómanna gulbrún eða ljósbleik, 0,8-1,8 mm, bogadregin í oddinn, heilrend, hárlaus á ytra borði. Hunangskirtill á ytra borði karlblóma 0,5-1,3 mm, hunangskirtill á innra borði mjó-aflangur, aflangur eða kantaður, 0,5-1,2 mm, hunangskirtlar samvaxnir og bollalaga, frjóþræðir afmarkaðir, hárlausir eða með hár neðst. Frjóhnappar sporvala eða stutt-sívalir, 0,4-0,6 mm. Hunangskirtill á ytra borði kvenblóma (0)0,2-0,5 mm, hunangskirtill á innra borði 0,2-1 mm, lengri en leggur egglegsins, hunangskirtlar ekki samvaxnir eða samvaxnir og grunn-bollalaga, leggur egglegs 0-0,8 mm, eggleg öfugkuðungslaga, stutt-silkihærð, hár flöt, trjóna mjókkar snögglega að stílnum, eggbú 8-10 í hverju egglegi, stílar ekki samvaxnir eða samvaxnir til hálfs, 0,2-0,4 mm. Fræni eru flöt, ekki nöbbótt á ytra borði með bogadreginn odd, 0,2-0,26-0,36 mm. Fræhýði 3-4 mm.&
     
Heimkynni   V N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Grýttur, sendinn, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-1d=242445803
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru túndra, vatnsbakkar, skriður, melar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta undir þessu nafni, kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is