Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Salix x smithiana
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   x smithiana
     
Höfundur   Willd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vesturbæjarvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   Óljóst hver foreldrin eru, hugsanlega eiga S. cinerea og S. viminalis hlut að máli.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   Allt að 9 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni allt að 9 m hár. Ársprotar þétthærðir í fyrstu, hárlausir á öðru ári, rauðbrúnir, annars árs viður hryggjóttur undir berkinum.
     
Lýsing   Lauf 6-11 x 1-2,5 sm, mjólensulaga, mattgræn en verða hárlaus ofan, grádúnhærð, verða næstum hárlaus neðan, jaðar uppvafinn, lítið eitt sagtennt. Laufleggur sterklegur, 3-13 mm. Axlablöð eyrnalaga. Reklar margir, margir saman efst á greinunum, koma á undan laufinu. Kvenreklar 3 x 1 sm, eggleg hærð, með legg. Karlreklar styttri og sverari, sjaldgæfari. Frjóþræðir allt að 8 mm langir.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarðvegur   Margs konar jarðvegur, líka rakur og blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+x+smithiana,
     
Fjölgun   Fræi er sáð um leið og það er þroskað. Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta, hefur alltaf kali eitthvað hvert einasta ár.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is