Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Salix |
|
|
|
Nafn |
|
x smithiana |
|
|
|
Höfundur |
|
Willd. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vesturbæjarvíðir |
|
|
|
Ætt |
|
Víðiætt (Salicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Óljóst hver foreldrin eru, hugsanlega eiga S. cinerea og S. viminalis hlut að máli. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Apríl-maí. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 9 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni allt að 9 m hár. Ársprotar þétthærðir í fyrstu, hárlausir á öðru ári, rauðbrúnir, annars árs viður hryggjóttur undir berkinum. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 6-11 x 1-2,5 sm, mjólensulaga, mattgræn en verða hárlaus ofan, grádúnhærð, verða næstum hárlaus neðan, jaðar uppvafinn, lítið eitt sagtennt. Laufleggur sterklegur, 3-13 mm. Axlablöð eyrnalaga. Reklar margir, margir saman efst á greinunum, koma á undan laufinu. Kvenreklar 3 x 1 sm, eggleg hærð, með legg. Karlreklar styttri og sverari, sjaldgæfari. Frjóþræðir allt að 8 mm langir. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Margs konar jarðvegur, líka rakur og blautur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Salix+x+smithiana, |
|
|
|
Fjölgun |
|
Fræi er sáð um leið og það er þroskað. Sumar- og vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta, hefur alltaf kali eitthvað hvert einasta ár. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|