Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Salix viminalis ssp. rossica
Ættkvísl |
|
Salix |
|
|
|
Nafn |
|
viminalis |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. rossica |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Nasarow) N.N.Tzvelev |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Þingvíðir |
|
|
|
Ætt |
|
Víðiætt (Salicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Salix rossica Nas. ex Nasarov, S. viminalis v. rossica (Nasarow) Evarts |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
|
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemma vors. |
|
|
|
Hæð |
|
Allt að 8 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni, oftast 6-8 m hár, vex eins og tré í miðhluta V Síberíu og getur náð allt að 20 m hæð. Ársprotar ólífugrænir eða grábrúnir, grennri en ársprotarnir á aðaltegundinni, stutt-dúnhærð í fyrstu en verða fljótt hárlaus eða næstum hárlaus. Viðurinn undir berkinum er ekki hryggjóttur. Brum allt að 5 mm löng, egglaga, gul- eða rauðbrún, dúnhærð í fyrstu, seinna hárlaus. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf allt að 10 sm löng og 0,5-1,5 sm breið, breiðust um miðjuna eða um efsta þriðjung laufsins. Lauf oftast hárlaus ofan, silki-lóhærð neðan. Smálauf næstum slétt, jaðrar áberandi innundnir, ögn bylgjaðir. Laufleggur oft styttri en 1 sm að lengd. Axlablöð mjó, hvassydd, jaðrar kirtilsagtenntir, vaxa oft aðeins á kröftugum sprotum. Reklar koma á sama tíma og laufin, 5-7 sm löng. Eggleg næstum hárlaus, oddbaugótt við grunninn. Fræhýði silki-dúnhærð, 4-5 mm löng, næstum legglaus, fræ þroskast í maí til byrjun júní. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Rússland, Síbería. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Sendinn, fremur magur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
www.globalspecies.org/ntaxa/851233, www.biology.lv/lv/files/Zinatne/Acta-Biologica-Universitatis-Daugavpilensis/Acta-Biologica-4-1/Bunders1.pdf |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar- og vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduð trjá- og runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til fjórar plöntur undir samnefninu Salix rossica Nas., tvær frá 1978, ein frá 1982 og ein frá 1983, allar kala lítið eitt. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|