Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Campanula komarovii
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   komarovii
     
Höfundur   Maleev
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Viðarklukka
     
Ætt   Campanulaceae (Bláklukkuætt)
     
Samheiti   Campanula sibirica ssp. komarovii (Maleev) Victorov.
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Djúpfjólublár
     
Blómgunartími   Ágúst-sept.
     
Hæð   0.15-0.30 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær fjallaplanta, stönglar trjákenndir neðan til.
     
Lýsing   Stofnstæðu laufin mynda blaðhvirfingu, öfugegglaga, gis- og bogtennt, dúnhærð, leggurinn með vængi. Stöngullauf eru lík grunnlaufum. Blómgast í strjálblóma, endastæðu axi, blómleggir uppréttir til uppsveigðir. Bikar með hvít, stinn hár, Aukabikarflipar egglaga-oddbaugóttir, afturundnir. Krónan bjöllulaga, djúpfjólublá.
     
Heimkynni   Kákasus
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   z4-5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun  
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Harðger en hefur þó reynst fremur skammlíf í ræktun þar sem hún þolir illa umhleypinga.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is