Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Dryas x suendermannii
Ættkvísl   Dryas
     
Nafn   x suendermannii
     
Höfundur   Kellerer ex Sünderm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Holtalauf
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn dvergrunni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Jarðlægur runni með útbreitt vaxtarlag, myndar breiður.
     
Lýsing   Dryas drummondii x Dryas octopetala - mjög lík D. octopetala með stór blóm, sígræn blöð, knúppar gulleitir í byrjun en síðan verða blómin hvít.
     
Heimkynni   Garðablendingur.
     
Jarðvegur   Meðalþurr, kalkríkur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Sem þekjuplanta, í þyrpingar, í beð, í steinhæðir, í veggi.
     
Reynsla   Harðgerð planta, lítt reynd hérlendis (D. octopetala x D. drummondi).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is