Málsháttur
Mjór er mikils vísir.
Echinops exaltatus
Ættkvísl   Echinops
     
Nafn   exaltatus
     
Höfundur   Schräd.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Broddþyrnikollur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur, gráleitur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   50-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 40-100 sm há, stönglar ógreindir eða greinóttir, skúmhærðir-lóhærðir, stundum meira eða minna hárlausir.
     
Lýsing   Laufin ögn stinnhærð ofantil, lóhærð neðantil, jaðrar þétt smásnarpir, egglaga til oddbaugótt, flatir, 1-2 fjaðurskiptir, flipur þríhyrndir jaðrar með fáar, stuttar, granna þyrna. Körfur 3,5-6 sm í þvermál, hvítar eða gráar sjaldan með græna slikju. Reifar 20-30 mm, ytri þornhár hálf lengd reifanna, neðri hlutinn samvaxinn, innri reifablöð um 20, langydd, randhærð, ytri reifablöðin spaðalaga, smáblómin hvít eða grá. Þornhár svifhárakransanna eru samvaxin við grunninn.
     
Heimkynni   A Evrópa til Rússlands.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í skrautblómabeð, í þurrblómaskreytingar.
     
Reynsla   Harðgerð tegund, og ein algengasta tegundin af þessari ættkvísl í görðum en oft undir einhverju öðru nafni (H.Sig.). Þarf stuðning þegar líður á sumarið, sérstaklega þar sem vindasamt er.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is