Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Empetrum nigrum
Ættkvísl   Empetrum
     
Nafn   nigrum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Krækilyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauð-dökkrauð.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   10-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Krækilyng
Vaxtarlag   Sígrænn runni allt að 30 sm hár, oftast lægri. Greinar jarðlægar, samflæktar, smágreinar kirtilhærðar í fyrstu.
     
Lýsing   Laufin allt að 4 mm, bandlaga-aflöng, snubbótt, þykk, jarðrar afturorpnir svo mjög að blöðin verða hol að innan, stilkstutt eða nær stilklaus, grængljáandi á efra borði en með áberandi ljósri miðrák (rönd) á neðra borði. Blómin lítil, legglaus, í blaðöxlum, tvíbýli eða margbýli. Bikarblöð kringluleit, íhvolf, bleik, frjóþræðir langir, frjóhnappar rauðir, frævan víkkar út, flipótt, minnir næstum á krónublað í kvenkyns blómum. Krónublöðin hárauð eða dökkrauð. Aldin/ber til 0,75 sm, aflöng-hnöttótt, glansandi-svört steinaldin.
     
Heimkynni   Norðurhvel, Evrasía, N Ameríka, Ísland
     
Jarðvegur   Meðalþurr, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Steinhæðir, náttúrulegir garðar, í beð, sem þekjuplanta.
     
Reynsla   Harðgerð planta sem er algeng um allt land.
     
Yrki og undirteg.   Empetrum nigrum ssp. nigrum L. - krækilyng - öll blómin einkynja Empetrum nigrum ssp. hermaphroditum (Hagerup) Bøcher með flest blómin tvíkynja og hefur verið nefnt krummalyng til aðgreiningar frá krækilynginu.
     
Útbreiðsla  
     
Krækilyng
Krækilyng
Krækilyng
Krækilyng
Krækilyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is