Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Eranthis hyemalis
Ættkvísl   Eranthis
     
Nafn   hyemalis
     
Höfundur   (L.) Salisb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorboði
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Mars-apríl.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vorboði
Vaxtarlag   Hárlaus, fjölær jurt, allt að 15 sm há.
     
Lýsing   Jarðstönglar órglulegir, þegar þeir eru orðnir gamlir, en hnöttóttir meðan þeir eru ungir. Grunnlaufin birtast á eftir blómunum, útlínur kringlóttar, laufin eru handskipt og skiptast aftur, skærgræn , allt að 8 sm í þvermál. Blómin birtast á bognum leggjum sem lengjast og verða bein, 2-3 sm í þvermál, gul, bikarblöð 6, mjó-egglaga, stækka á meðan þeir þroskast. Hunangskirtill 6, pípulaga, þar sem ytri vörin er lengri en sú innri, styttri en fræflarnir. Fræflar um 30. Frævur 6, leggstuttar, fræhýðin 1,5 sm, fræin gulbrún. ilmandi blómin einstök á stöngulendum, 5-8 flipótt háblöð undir blómunum blöðin handskipt, flipótt
     
Heimkynni   S Frakkland til Búlgaríu, hefur numið land víða.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, hnýði sett á 4-5 sm dýpi í ágúst-september.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður undir tré og runna, í steinhæð, í beðkanta.
     
Reynsla   Meðalharðgerður-viðkvæmur norðanlands.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Vorboði
Vorboði
Vorboði
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is