Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Eryngium bourgatii
Ættkvísl   Eryngium
     
Nafn   bourgatii
     
Höfundur   Gouan.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Spánarsveipþyrnir
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fagurblár/silfurblár.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   40-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt 15-45 sm. Fallegar blaðhvirfingar, langir greinóttir blómstönglar.
     
Lýsing   Blöðin tvífjaðurskipt með hvítum æðum og rákum, þykkk og stíf og fliparnir enda í mjóum svolítið stingandi þyrnum. Blaðkan allt að 7 sm, nær kringlótt, jaðrar oft bognir innundir sig. Blöð leðurkennd, dökk græn með áberandi silfurlitar æðar. Blaðstilkar 2-4 sinnum lengri en blaðkan, vængjalausir. Blómin í hvelfdum kollum. Blómkollar allt að 7 í fagurbláum og silfurlitum blómskipunum, egg-kúlulaga, 1,5-2,5 sm breið. Reifablöð 10-15, löng hvítleit, allt að 5 sm breið, band-lensulaga, heilrend eða með 1-3 pör af þyrnitönnum. Smáreifablöð heilrend eða með 3 tennur. Bikartennur um það bil 3 mm. Krónublöð blá. Aldin með fáar himnuagnir.
     
Heimkynni   Pyreneafjöll.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, djúpur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5, H2
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Græðlingar að hausti, rótargræðlingar, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í blómaengi.
     
Reynsla   Hefur lifað samfellt frá 1990 í B4. Hefur reynst harðgerður bæði norðanlands og sunnan (H.Sig.). Góð til afskurðar og í þurrblómaskreytingar, skipta sjaldan.
     
Yrki og undirteg.   Yrki t.d. 'Oxford Blue' með dökk silfurbláa blómkolla Eryngium bourgatii ssp. heldreichii(Boiss.) P.H. Davis. Plantan verður allt að 45 sm. Blóm höfuð 3-13, 12-15 mm í þvermáli, reifablöð 7-12, misstór, 2-4 sinnum lengri en blómhöfuðin, heilrend eða lítið eitt þyrnótt, smáreifablöð heilrend. Heimkynni: Líbanon og Miðjarðarhafssvæðið. Blómgast síðsumars.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is