Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Gentiana purpurea
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   purpurea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Purpuravöndur
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpurarauður utan, gulleitur með purura dröfnum að innan.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   40-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur fjölæringur, 20-60 sm hár, holir stönglar með egglensulaga, 5-tauga lauf, laufin gagnstæð, neðri laufin með legg, þau efri legglaus. Líkist gulvendi í vaxtarlagi.
     
Lýsing   Grunnlaufin að 20 x 5 sm, egglaga-aflöng eða egglensulaga, ydd, með legg, bogstrengjótt, 5 tauga. Stór, upprétt, legglaus blómin,5-10 saman í höfði á stöngulendum, stöku sinnum líka í efstu blaðöxlum. Blómin bjöllulaga, dálítið útbreiddari efst með 5-8 snubbótta krónuflipa, purpurarauð utan, gulleit með purura dröfnum að innan. Auðgreind frá náskyldum tegundum á stórum, klofnum, slíðurlíkum bikar og snubbóttum bikarflipum sem eru breiðastir um miðju.
     
Heimkynni   Alpa- og Savoy-fjöll frá Austurríki til N Ítalíu, Appenninafjöll, S Noregur.
     
Jarðvegur   Djúpur, frjór, rakaheldinn, framræstur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Er á mikilli stólparót og þolir illa allan flutning/hnjask, best að grisja sáningar fremur en prikla út.
     
Yrki og undirteg.   Yrkið 'Nana' er um það bil 25 sm á hæð.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is