Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Gentiana septemfida
Ćttkvísl   Gentiana
     
Nafn   septemfida
     
Höfundur   Pall.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klukkuvöndur
     
Ćtt   Maríuvandarćtt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Dökkblár eđa purpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hćđ   30-35 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Klukkuvöndur
Vaxtarlag   Fjölćringur. Margir jarđlćgir til uppréttir stönglar, allt ađ 30 sm, 10-16 liđir.
     
Lýsing   Lauf breytileg, ţau neđstu hreisturlík, ţau nćstu egg- og hjartalaga, ţau efstu (á stönglinum) mjó-egglaga og hjartalaga eđa lensulaga til bandlaga, mjókka í endann, stćrstu laufin allt ađ 4 x 2,5 sm. Blóm 1-5 saman í blađöxlum efstu laufa. Bikarflipar, krónuflipar og frćflar 5-7. Bikarflipar 6-12 mm, flipar uppréttir, breytilegir ađ lögun, um ţađ bil jafnlangir og pípan. Króna 2,5-4 sm, bjöllulaga, dökkblá eđa purpura, stundum gulhvít eđa nćr hvít viđ grunninn. Krónuflipar ţríhyrndir, yddir. Ginleppar kögrađir eđa klofnir í mjóar rćmur. Aldinhýđi leggstutt.
     
Heimkynni   Tyrkland, N Íran, Kákasus.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór, framrćstur, međalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting ađ vori (bestur ef honum er sjaldan skipt), sáning ađ hausti, stöngulgrćđlingar fyrir blómgun.
     
Notkun/nytjar   Í fjölćringabeđ, í kanta, í steinhćđir.
     
Reynsla   Mjög auđveld í rćktun, blómviljug tegund, harđgerđ, nokkrar plöntur eru í E4 međal annars frá 1992. Skipta sem sjaldnast eins og öđrum vöndum.
     
Yrki og undirteg.   'Doeringiana' er 15 sm há, djúp blá blóm. 'Hascombensis' er međ upprétta stöngla, allt ađ 30 sm háa, međ margblóma klasa af mjóum bjöllulaga blómum, dálítiđ ljósari á lit en blóm ađaltegundarinnar, međ dökkar freknur á innra borđi (talin vera blendingur af G. septemfida f. latifolia og G. septemfida v. lagodechiana Kuzn.). 'Latifolia' er međ breiđ blöđ. f. olivana er ţéttvaxin, upprétt,12-15 sm há planta međ mörg dökkblá blóm í kollum, flest međ 6-7 flipa. var. cordifolia (Koch) Boiss. Stönglar, stuttir, jarđlćgir. Lauf breiđari, hálfkringlótt til breiđ-hjartalaga, blómin stök eđa fá. var. lagodechiana Kusn. er međ greinótta stöngla, blómin stök, hikarpípa stutt, flipar samandregnir viđ grunninn.
     
Útbreiđsla  
     
Klukkuvöndur
Klukkuvöndur
Klukkuvöndur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is