Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Gentiana verna
Ættkvísl   Gentiana
     
Nafn   verna
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vorvöndur
     
Ætt   Maríuvandarætt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blár.
     
Blómgunartími   Vor-sumar.
     
Hæð   10 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vorvöndur
Vaxtarlag   Fjölær jurt, stönglar uppréttir, stuttir, lengjast eftir blómgun.
     
Lýsing   Grunnlauf mynda blaðhvirfingar, eru lensulaga, oddbaugótt eða egglaga, jaðrar með vörtutennur nálægt oddinum, snubbótt eða langydd, allt að 1,2 sm x 3-6 mm, legglauf fá, smærri (helmingi styttri). Blóm stök, endastæð, með legg. Bikarpípa allt að 1,5 sm, hyrnd eða með vængi, 3-7 mm breið. Bikarflipar lensulaga, 3-6 mm, langyddir. Króna 1,5-2,5 sm. Pípan hvítleit eða grænblá, krónuflipar bláir. Ginleppar mjög smáir, sýldir. Aldinhýði með legg.
     
Heimkynni   N&M Evrópa, fjöll í Asíu.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, rakaheldinn.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Auðfjölgað með skiptingu að vori eða hausti, sáning að hausti, græðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Hefur dafnað vel í L.A. Harðgerð tegund og töluvert ræktuð hérlendis. Nokkuð breytileg tegund. Villtum plöntum er gjarnan skipt niður í nokkrar undirtegundir en ekki farið nánar út í það hér.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er með hvít blóm. 'Angulosa' er eitt algengast yrkið með löng grunnlauf sem liggja þétt við jörð, bikar með 5 áberandi vængi, skærblá blóm. 'Rosea' er með bleik blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Vorvöndur
Vorvöndur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is