Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Gentiana |
|
|
|
Nafn |
|
verna |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vorvöndur |
|
|
|
Ætt |
|
Maríuvandarætt (Gentianaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól - hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Blár. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor-sumar. |
|
|
|
Hæð |
|
10 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, stönglar uppréttir, stuttir, lengjast eftir blómgun.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Grunnlauf mynda blaðhvirfingar, eru lensulaga, oddbaugótt eða egglaga, jaðrar með vörtutennur nálægt oddinum, snubbótt eða langydd, allt að 1,2 sm x 3-6 mm, legglauf fá, smærri (helmingi styttri).
Blóm stök, endastæð, með legg. Bikarpípa allt að 1,5 sm, hyrnd eða með vængi, 3-7 mm breið. Bikarflipar lensulaga, 3-6 mm, langyddir. Króna 1,5-2,5 sm. Pípan hvítleit eða grænblá, krónuflipar bláir. Ginleppar mjög smáir, sýldir. Aldinhýði með legg.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
N&M Evrópa, fjöll í Asíu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, rakaheldinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Engir. |
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Auðfjölgað með skiptingu að vori eða hausti, sáning að hausti, græðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Hefur dafnað vel í L.A. Harðgerð tegund og töluvert ræktuð hérlendis. Nokkuð breytileg tegund. Villtum plöntum er gjarnan skipt niður í nokkrar undirtegundir en ekki farið nánar út í það hér. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
'Alba' er með hvít blóm.
'Angulosa' er eitt algengast yrkið með löng grunnlauf sem liggja þétt við jörð, bikar með 5 áberandi vængi, skærblá blóm.
'Rosea' er með bleik blóm.
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|