Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Geranium argenteum
Ættkvísl   Geranium
     
Nafn   argenteum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurgresi
     
Ætt   Blágresisætt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   rósbleikur
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   10-15 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Silfurgresi
Vaxtarlag   Fjallajurt, lík grágresi (G. cinereum) en laufin silfurlit, með silkihár bæði ofan og neðan.
     
Lýsing   Laufin 7-deild, 3-flipótt, ekki tennt, standa/liggja undir mismunandi hornum gagnvart hvert öðru. Blómin fá, 2,5 sm í þvermál. Bikarblöð allt að 8,5 mm, silkihærð, oddur allt að 1 mm. krónublöð allt að 15 mm, sýld, ljósbleik, æðarnar mynda net. Frjóþræðir grænir eða hvítir, frjóhnappar appelsínugul-bleikir, fræni 1,5 mm, gult. Ung aldin upprétt, blómleggir baksveigðir, fræva 6,5 mm.
     
Heimkynni   Frakkland, Alpar, N Ítalía, Júgóslavía.
     
Jarðvegur   Sendinn, grýttur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í vel framræst skrautblómabeð.
     
Reynsla   Meðalharðgerð planta.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Silfurgresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is