Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Campanula marchesettii
Ættkvísl   Campanula
     
Nafn   marchesettii
     
Höfundur   Witasek.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Broddaklukka
     
Ætt   Campanulaceae (Bláklukkuætt)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Djúppurpurablár
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst
     
Hæð   0,4-0,6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur eða uppsveigður fjölæringur með granna, greinótta jarðstöngla. Blómstönglar allt að 60 sm, stinnir, kantaðir, hárlausir eða hærðir á hornunum neðst, laufóttir.
     
Lýsing   Stofnstæðu laufin hjartalaga til bogadregin, tennt, visna snemma. Stöngullauf mjóbandlaga, heilrend, blómskipunin greinótt. Blómin drúpandi, knúppar uppréttir. Bikarflipar bandlaga, aðlægir. Enginn aukabikar. Krónan allt að 2 sm, bjöllulaga, djúppurpurablá. Eggleg nöbbótt. Hýði öfugkeilulaga, álút, opnast með götum neðst.
     
Heimkynni   Ítalía, Slóvenía, Króatía
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Sáning, skipting
     
Notkun/nytjar  
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garðinum og þroskar fræ reglulega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is