Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Campanula |
|
|
|
Nafn |
|
uniflora |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjallabláklukka |
|
|
|
Ætt |
|
Campanulaceae (Bláklukkuætt) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Dökkblár |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst |
|
|
|
Hæð |
|
0,10-0,20 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Hálfhárlaus, oftast þýfður fjölæringur, allt að 20 sm. Blómstönglar grannir, uppsveigðir eða uppréttir.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Stofnstæðu laufin spaðalaga, snubbótt, næstum heilrend. Blómið eitt, drúpandi. Bikarinn hærður, skarpstrendur með breiðsýllaga, uppréttum oddmjóum flipum, sem eru styttri en bikarpípan. Krónan nokkuð djúpskert og mjóflipótt, trektlaga, dökkblá, klukkulaga
(Sjá nánari lýsingu í íslensku flórunni) |
|
|
|
Heimkynni |
|
N Heimskautssvæðið (íslensk), Klettafjöll |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur jarðvegur, frjór, vel framræstur |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
z2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, 2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Steinhæðir, kanta |
|
|
|
Reynsla |
|
Íslensk háfjallategund sem hefur stundum verið í Lystigarðinum. Hver planta lifir fáein ár hér niður á láglendinu. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|