Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Saxifraga muscoides
Ættkvísl   Saxifraga
     
Nafn   muscoides
     
Höfundur   All.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfursteinbrjótur
     
Ætt   Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól eða dálítill skuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 5 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Myndar þéttar, lágar þúfur úr þéttstæðum sprotum. Laufin eru band-lensulaga, 4-8 mm löng, heilrend, oddlaus og kirtildúnhærð. Dauð lauf eru langæ og áberandi silfurgrá þegar þau eru þurr.
     
Lýsing   Blómstöngull er 5 sm hár eða lægri með 1-3 hvít eða (sjaldan) ljós-sítrónugul blóm. Krónuböðin eru 4 mm löng, breiðegglaga, þverstýfð eða framjöðruð, um 2 x lengri og 2 x breiðari en bikarblöðin.
     
Heimkynni   Alpar, Austurríki, Þýskaland, Ítalía, Sviss.
     
Jarðvegur   Grýttur, sendinn, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Saxifraga/muscoides, https://www.infoflora.ch/de/flora/965-saxifraga-muscoides.html,
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beðkanta.
     
Reynsla   Var sáð í Lystigarðinum 2011 og gróðursettur í beð (N10-G06) 2015.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Vex í klettum og skriðum oftast yfir 2200 m hæð yfir sjó. Háfhallaplanta sem þrífst ekki auðveldlega í görðum í Evrópu. Talsvert af plöntum sem er dreift sem afbrigði af S. muscoides er réttara að flokka sem blendingar af S. moschata, sjá undir 'Mossy Hybrids'.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is