Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Thalictrum filamentosum
Ættkvísl   Thalictrum
     
Nafn   filamentosum
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Haðargras
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   20-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt sem myndar brúska, er með jarðstöngla sem skríða lítið eitt. Stönglar eru 20-60 sm háir. Laufin eru 2-3 skipt, smálaufin 1,5-8 sm löng, egglaga til egglaga-aflöng eða bogadregin, oft grunnflipótt, bláleit, fleyglaga til hálfhjartalaga, með himnufald og bláleit á neðra borði.
     
Lýsing   Blómin eru með hvít, oddbaugótt bikarblöð og frjóþræði sem breikka að toppi, þau eru í flat-toppa skúfum.
     
Heimkynni   Japan, Kórea, NE Kína, Kúríleyjar.
     
Jarðvegur   Frjór, lífefnaríkur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = encyclopaedia.alpnegardensociety.net/plants/Thalictrum/filamentosum
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í skrautblómabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2006.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   Haðargrasið vex í fjallaskógum og innan um runna í heimkynnu sínum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is