Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Geum |
|
|
|
Nafn |
|
triflorum |
|
|
|
Höfundur |
|
Pursh. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Þrídalafífill |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Ljósgulur - dumrauð slikja. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
15-40 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, 15-40 sm há.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin allt að 15 sm, aflöng til öfugegglaga, með allt að 30-laufa, smálaufin misstór, bandlaga til aflöng, smádúnhærð, loðinn eða langhærð, grá. Blómstönglar allt að 40 sm, blómin í 1-9 blóma skúf, bikar dumbrauður til bleikur eða næstum gulur, hvirfillaga eða bjöllulaga til bollalaga, flipar allt að 12 mm, aðfelldir, uppréttir til samanluktir. Krónublöð allt að 5 mm, ljósgul með dumbrauða slikju, opnast, upprétt til samanlukt, mjó til breið-egglaga eða oddbaugótt-öfugegga. Fræhnetur perulaga, 3 mm, stíll allt að 5 sm, purpura, beinn eða snúinn, áberandi fjaðurlaga neðst. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
1 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, https://en.wikipedia.org/wiki/Geum_triflorum |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning (þroskar þó illa fræ hérlendis) skipta plöntunni reglulega. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í kanta, í beð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð, bestur í steinhæð eða stórar þyrpingar. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|