Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Helipterum albicans
Ættkvísl   Helipterum
     
Nafn   albicans
     
Höfundur   (A. Gunn.) DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurvængur
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti   Leucochrysum albicans
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fagurgulur/silfurhvít reifablöð.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð   20-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt allt að 40 sm há. Stönglar greinóttir, uppréttir eða útafliggjandi.
     
Lýsing   Lauf allt að 12 sm, stakstæð, mörg saman við grunn stöngulsins, bandlaga til öfuglensulaga, hvít-ullhærð. Körfur stakstæðar, allt að 3,5 sm í þvermál, á endastæðum blómskipunarleggjum, reifar hnattlaga, innri reifablöð allt að 2 sm, með bandlaga eða sýllaga nögl og sporbaugótt hreisturblöð, með hvít eða rauðyddan enda, ytri reifablöð styttri, litlaus, smáblóm gulgræn. Aldin hárlaus. blómkörfur eru einstakar á stöngulendum með pípukrýnd blóm og margar raðir af löngum silfurhvítum oddmjóum reifablöðum blöð öfugegglaga eða öfuglensulaga, hvítloðin, silfurlit
     
Heimkynni   SA & A Ástralía.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   9
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í þurrblómaskreytingar.
     
Reynsla   Meðalharðgerð planta, reyndist skammlíf, deyr oft eftir einn eða tvo vetur en Þroskar fræ svo auðvelt er að halda henni við.
     
Yrki og undirteg.   Ekki framúrskarandi garðplanta (sbr. athsemdir) en góð fyrir plöntugrúskara þar sem hún er bráðfalleg og sérkennileg.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is