Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Hepatica nobilis
Ćttkvísl   Hepatica
     
Nafn   nobilis
     
Höfundur   Mill.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógarblámi
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti   Hepatica triloba Chaix, Anemone hepatica L.
     
Lífsform   Fjölćr, sígrćn jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpurablár, hvítur, bleikur, rauđur.
     
Blómgunartími   Apríl eđa maí.
     
Hćđ   - 15 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skógarblámi
Vaxtarlag   Jarđstönglar stuttir. Plöntur allt ađ 15 sm háar (sjaldan hćrri), mjög lítiđ hćrđar. Lauf 3-flipótt, flipar heilrendir, snubbóttir eđa bogadregnir, purpuralitir neđan.
     
Lýsing   Blómin 2,5-3,5 sm í ţvermál. Krónublöđin hvít, bleik eđa purpurablá.
     
Heimkynni   N Evrópa og austur til Asíu
     
Jarđvegur   Léttur, lífefnaríkur, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, sáir sér stundum nokkuđ út sjálfur.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ, sem undirgróđur, undir tré og runna.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til nokkrar plöntur frá 1983, ţrífast vel og sá sér. Međalharđgerđur, fer stundum illa í vorhretum.--- Ein planta undir nafninu H. nobilis f. pyrenaica sem sáđ var til 2010 og gróđursett í beđ 2015. Hún er međ hvít blóm.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki eru til fremur sjaldgćf: 'Alba' međ hvít blóm, Rubra' međ rauđ blóm, 'Rosea' međ bleik blóm. ----- Enn sjaldgćfari og eftirsóknarverđari eru hin ofkrýndu: 'Plena' purpurablá, 'Rubra Plena' rauđ og 'Alba Plena'.
     
Útbreiđsla   Hepatica nobilis 'Plena' kom í Lystigarđinn 2003, ţrífst vel.
     
Skógarblámi
Skógarblámi
Skógarblámi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is